30.4.2008 | 21:46
Miðvikudagur
Dagurinn byrjaði að vanda á að koma drengjunum í skólarútna á réttum tíma, Sólinni í leikskólann og Ragnheiði í Nýheima að lesa undir próf. Þegar þessu öllu var lokið var straugið tekið í Óslandið og fylgst með nýjast skipi okkar Hornfirðinga lóna hér fyrir utan. Þar hitti þar Palla og Sigbjörgu Sveinbjörns og fékk þar þær fréttir að rólan okkar Aðalheiðar væri tilbúinn hjá Palla og ekkert því til fyrirstöðu að flytja hana heim. Hér er hún komin og bíður málunar þegar karlakórsferðinni líkur, en fara á suður á land um helgina
Sem sóknarnefndarformaður hafði ég ákveðin hlutverk í dag sem og síðustu daga en Brói var í smá fríi. Tók það við eftir hádegið. Síðan var snövlast með börnunum fram eftir degi þar til við Aðalheiður Sól fórum á aðalfund húsfélgas Ekrunar. Þar var ég fundarstjóri og hún fundargestur ásamt ömmu Svövu. Allt fór þar vel fram. Síðan eldaði ég alveg dúndur góðan mat, lamb með timjan, rósmarin og hvítlauk, með ekta góðri franskri soðsósu. Nú er Ragga að læra, Rafn hjá Róslín og rest sofandi eða að sofna,,,,, nema kanski kettirnir 7
Gleymdi að vísu heimsókn minni í Humarhöfnina, en þar ætla ég að vinna auka í sumar. Fór aðeins yfir málin með Önnu, búinn að vera þar aðeins í vetur en það á bara eftir að aukast.
Byrja að vinna aftur á morgun eftir vetrarfrí, en það er ágætt líka, að byrja að vinna aftur. Þessar 2 vikur sem ég er búinn að vera í fríi eru búnar að vera ágætar, búinn að hugsa mikið um fortíðina, framtíðina og jafnvel samtíðina, ekki sáttur við allt, enda mikið búið að gerast á stuttum tíma, en mikill lærdómur situr eftir og áríðandi að notfæra sér hann.
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.