10.11.2007 | 20:12
Fínn dagur
Já dagurinn í dag er bara búinn að vera fínn. Eins og sönnum Hornfirðingi sæmir er ég búinn að vera úti að renna með börnunum í dag þó það séu ekki nema ca 20 snjókorn sem falla á mínótu. En það er ekki magnið sem skiptir máli heldur gamanið. Í æskumynningunni þá var maður kominn á Hóteltúnið eða Dýralæknishólinn við fyrsta snjókorn og fór ekki heim fyrr allt var ringt burt aftur, nokkuð viss að þeir sem hafa upplifað barnæsku hér á Hornafirði séu sammála mér.
Vorum hér við Höfðaveginn og rendum okkur á pósthússlóðinni. Fór svo með Aðalheiði minni út við Sindrabæ þar sem hún hjólaði í gríð og erg. Þar stóð ég við húsvegginn og horfði uppeftir mastrinu sem trjónir yfir okkur, og fór að velta fyrir mér hvaða ár væri og komst að því að það væri 2007 og það væri næstum búið. Og í framhaldinu fór ég að hugsa hvort ekki væri orðið tímabært að rífa þetta mastur, losa okkur við þetta ferlíki sem trónir hér í miðbænum með meðfylgjandi óhljóðum í norðanáttinni, Krumma og Starra gargi sem taka sér bólfestu í einhverjum risa sendum sem hanga á mastrinu.
Fór einnig að velta tilvist Sindrabæjar fyrir mér, en er samt að spá í að geyma þær hugmyndir í sér færslu.
Bið alla vel að lifa
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.