23.8.2007 | 22:06
Skemmtileg ferð
Ég hef verið í sumar í hinum ýmsu aukavinnum. Eldað víða og annað slíkt, teng mínu fagi, en í dag gerðist ég bílstjóri og keyrði fullan bíl af þvotti héðan frá Höfn og suður í Öræfi. Þetta var í stuttu máli hin mesta skemmtun. Fór heim að ferðaþjónustu stöðum og skilaði af mér hreinum þvotti og tók óhreinan í staðinn. Fór inná staði sem ég hef ekki heimsótt áður þannig að þetta var bara skemmtilegt. Reikna með að fara fleiri svona ferðir á næstu dögum en verð reyndar líka í Árnanesi.
Mikið er ennþá af ferðamönnum hér í sýslu, en björgunarsveitarmenn voru einnig mjög margir í Freysnesi enda mikil og stór leit sem þar fer fram í næsta nágrenni
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og gafstu ekki einusinni píp í hlaðinu drengur
Þórbergur Torfason, 23.8.2007 kl. 22:43
Já gæskur ég klikkaði á því, en ég renni þarna suðureftir líklega á morgun og þá skal ég pípa eins og ég mest get,
Gauti (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.