Sumri að ljúka

Það er merkileg fyrirbæri þetta sumar. Þetta er tími sem maður lítur til með gleði, hlakkar til að hefjist, bíður með fullt af verkefnum til þessa tíma en svo áður en maður veit af þá er þessum tíma að ljúka. Skrýtin tilfinning.

Annars er ég bara nokkuð ánægður með sumarið sem senn lýkur. Hefði vilja eiða meiri tíma í Lóninu en í staðinn þá vorum við Ragga út um allt land að veltast með börnin í fellihýsinu. Þræddum nokkur fótboltamót, bæði í Borgarnesi og í Reykjavík. Vorum að veltast um Austurlandið á slóðum forfeðra okkar í Breiðdalnum fagra. Fórum í Loðmundafjörð, Húsavík og Borgarfjörð í einnu gusu frá Höfn og fórum svo í Vöðlavík daginn eftir. Þetta gerðum við systkinin í tilefni áttræðisafmæli pabba en hann hafði ekki komið á þessar slóðir áður, þó Austfirðingur væri.

En um síðust helgi vorum við í Skaftafelli, fórum svo á þessa flottu flugeldasýningu á Jökulsárlóni, en ég tel það vera eitt af þessum vel geymdu leyndarmálum okkar Hornfirðinga. En við eigum nokkur leyndarmál sem menn kynnast ekki nema heimsækja okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband