30.9.2010 | 23:25
Nýtt úthald
Það var kaldur andvarri sem tók á móti okkur í Ilulissat á hádegi í dag. Nokkuð ljóst að veturinn er mættur þó svo að hann sé svo sem ekkert farinn að sýna sig neitt að ráði. Eftir rúmlega klukkustundar stopp í bænum var siglt af stað og stigið á land í Patiksoq um 1 ½ klst síðar, þurftum að þræða aðeins í kringum ísjakana á leið okkar, þó á nokkurra vandkvæða. Stemmingin á svæðinu ber þess merki að atburðir síðustu viku sitja í mönnum, þó svo að allir beri sig þó vel, enda svo sem ekkert annað í boði.
Daginn er farið að stytta, en þó njótum við dagsbirtunar fram undir kvöldmat ennþá, en myrkrið er alveg kolsvart þannig að það verður fínt þegar snjórinn kemur og lýsir upp fyrir okkur umhverfið. Einnig bíð ég spenntur eftir því að komast út á kvöldin að taka myndir af norðurljósunum. Tók reyndar smá forskot á það um daginn, þegar við Elli brunuðum til Hafnar frá Reykjavík, en þá var smá sýning fyrir okkur, bæði undir Eyjafjöllum sem og við Jökulsárlón.
Ég átti gott frí, þó svo að manni finnist það sé alltaf of stutt í annan endann, en planið er ennþá að þetta úthald verði bara 4 vikur, þannig að það ekkert svo langt að maður fari heim í fjölskyldufaðminn aftur,
Blessykkur
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jibbí, blogg frá karlinum
Hafið það gott á landinu græna
Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 09:43
Gaman að lesa og skoða myndir :) Rakst á bloggið þitt þegar ég var að reyna finna upplýsingar og myndir frá Ilulissat og Patiksoq. Gangi ykkur vel þarna úti .. Kv. Elsa Lára.
Elsa Lára Arnardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.