Rok og rigning

Þegar Ragga mín spurði mig hvort ég ætlaði ekkert að blogga áður en ég kæmi heim ( sem er eftir 8 daga), þá áttaði ég mig á því að ég hef ekkert gert af því síðan ég flutti hingað inn i Patiksoq fjörðinn. En hingað flutti ég sem sagt 22.júní síðastliðinn og verð því búinn að búa hér í firðinum í einn mánuð þegar ég fer heim, þá eftir 8 vikna úthald hér á Grænlandi.

Fjörðurinn, Patiksoq, en í botninum á honum kemur virkjunin til með að vera,  er langur og innsiglingin ekki verið talinn árennileg, það er hún er þröng og oft miklir straumar í henni, ekki ósvipuð Hornafjarðarósi... Stutt er í jökulinn, en hann er í raun bara rétt fyrir ofnan virkjunarsvæðið og reyndar skriðjökull sem skríður hér niður í næsta dalverpi. Á þessum 4 vikum sem ég hef verið búsettur í þessum ágæta eyðifirði, en hér er ekki einu sinni  sumarbústaður, hafa ýmsir sigrar verið unnir í undirbúning fyrir verkið sjálft, það er vatnsaflsvirkjun fyrir bæinn Illuissat, eða Jakobshavn eins og Daninn, nýlenduherrann þeirra kallar bæinn. Hafist var handa hér 1. Júni og síðan þá hefur 100 manna þorp risið með flestu því sem á þarf að halda í slíku þorpi. Þar má telja, vatnsveitu, fráveitu, rafmagn, vegalagningu, internet, gistirýmum, mötuneyti, skrifstofur og verslun og sjúkraskýli. Og öðru því sem að verkinu snýr þá er m.a. búið að framkvæma:miklar landfyllingar, grjótnámu úr gömlum árfarvegi, reisa verkstæði og lagerhúsnæði, sprengiefnageymslur ásamt miklum fluttningum á vélum og tækjum.

Ég er hér í nokkrum hlutverkum, en það er nú reyndar ekkert nýtt að ég taki að mér nokkur verkefni í einu. En ég er sem sagt matreiðslumaðurinn og bakarinn, yfirmaður í eldhúsinu, búðarstjórinn en þá hef ég umsjón með húsunum hér á svæðinu, sé til þess að þau séu eins og þau eiga að vera, hrein og fín og ber ábyrgð á að allt sé í lagi í þeim, nú svo er ég í hlutverki kaupfélagsstjórans hér í Patiksoq, en litla verslunin hér á vegum eldhússins, og í henni fæst nokkurnveginn allt það sem þú þarft á að halda í svona útilegu, það er gos og nammi, tóbak, snyrtivörur og annað slíkt. Að ógleymdu bjór og léttvíni, en líkt og í 2. Firði seljum við slíkt á laugardögum og erum grimm í skömmtuninni, það er að segja að það er bara ákveðinn kvóti sem menn mega kaupa í hverri viku..... þannig að búðarstjóri og kaupfélagsstjóri er ekki sama hlutverkið, en það er bara einn leikari...

 Nú er að koma að því að þessu 8 vikna úthaldi ljúki, sembetur fer... farinn að sakna míns fólks ansi mikið, það voru mjög taugastrekkjandi á 3.viku sem ekkert síma eða tölvusamband voru hér, en þeimur  betra var ástandið þegar sambandið komst á.

Núna síðust 2 daga er búið að vera dásemdar veður hér, það er rok og rigning..... en fram að því er búið að vera svo sem ágætt, allt að 28°c og lítill sem enginn vindur, en varla úti verandi sökum flugunnar, alla vegna fyrir mig sem sérstaklega vinsæll hjá þessum kvikindum.

Bless´ykkur

Vegagerð  IMG 3117 IMG 3119

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að þú ert á lífi, vinur.

Farinn að hlakka til að sjá framan í þig, ekki samt vegna fegurðar þinnar (sem reyndar er frekar lítil), heldur bara til að geta kvatt þig áður en ég fer.

Nokkvi (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 19:41

2 identicon

Já gaman að þessu bloggi! Og við verðum nú að gera eitthvað skemmtilegt áður en Nökkvi fer....finnum upp á einhverju skemmtilegu....bara endilega......Knús...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 21:07

3 identicon

Sæll kæri bróðir.  Gott að heyra frá þér aftur.  Erum farin að hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim.  Kári stendur sig eins og hetja hér í reyðfirsku sumarbúðunum.  Hann stundar fótboltaæfingar hjá Fjarðabyggð af mikilli festu og alvöru.  Þjálfarinn spurði hann hvort ekki væri hægt að kaupa hann og var Kári til í viðræður.  Látum vita hver endirinn verður á því :)

Guðlaug Árnadóttir (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband