Fínt kaupfélag í Ililussat

Horft út um hafnarkjaftinnFínn dagur í dag, byrjaði að vísu með algjöru vatnsleysi,illulissat mai 2010 095 en það bjargaðist fljótlega, fengum bíl til að koma og fylla á tankana hjá okkur, en við erum að bíða eftir varanlegri vatnslögn, en efnið kemur eftir helgi. Notuðum tímann eftir morgunmat til tiltektar og að græja eldhúsið, svo eftir matinn fór ég á rúntinn um bæinn, tók nokkrar myndir og skellti mér svo í kaupfélagið og verslaði nokkuð vel inn, enda fékk ég extra blítt bros frá afgreiðslukonunni. Eitt af því sem er einkennandi fyrir þéttbýliskjarna hér á Grænlandi eru hundarnir og það sem þeim fylgir. Þeir eru út um allt, fullorðnu dýrin í keðjum en yngridýrin laus. Svo er alveg merkilegt hvað þau hafa mikla þörf fyrir að syngja fyrir mann á nóttinni..... alveg stanslaust gól, en maður verður bara að venjast því og syngja þá bara með þeim ef ekkert annað dugar.Setti nokkrar myndir sem ég tók á rúntinum, aðallega af jökunum og nálægð þeirra hér við bæinn. illulissat mai 2010 098Þetta er allt svona á byrjunarstigi hér í verkinu, bras hér og þar, en allt reddast flott enda flott fólk hér í öllum stöðum. Það er verið að græja eldhúsið, lagerinn og annað það sem mér tilheyrir, enda veitir ekki af því að fara setja allt af stað, ég er að fá mikið magn að góssi strax eftir helgi.illulissat mai 2010 112 Það var hvolpur að veltast hér í dag, voða sætur og menn svona aðeins að spjalla við hann en svo leist mönnum ekkert á þegar félagar hans vorum mættir, þá þurfti að fara smala þeim í burtu, ekki gott að venja þá hér við campinn, enda greyin svöng og reyna að finna sér eitthvað ætilegt.illulissat mai 2010 115

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ...

 Þetta eru frekar svakalegar myndir...Ísinn þarna allt um kring...Vona að allt gangi vel hjá þér ástarengillinn minn...Héðan er allt gott....Búin að afgreiða þessa 80 einu sinni í dag og fótboltastrákana svo nú eru þeir frændur tveir niðurfrá og eiga að redda þessu...Ég ætla að fara með hundinn eitthvað út og krakkana....Kanski skellum við okkur í sund! Nú svo er það kaupfélagið og svo kjörstaður.....Já og auðvitað fótboltaleikurinn.....Nóg að gera úti og inni....  Bestu kveðjur til þín ástin mín....Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:10

2 identicon

Flottar myndir og spennandi umhverfi, hlakka til að lesa um ævintýri þín þarna úti. Láttu nú ekki hundana éta ykkur út á gaddinn. Allt fínt að frétta héðan, varamaðurinn er að aðstoða frúnna þína eitthvað með bílinn svo þetta er allt að verða eins og það á að vera

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 17:33

3 identicon

Sæll litli bró.  Gaman að lesa bloggið þitt aftur, þú ert svo skemmtilegur sögumaður.  Það er nú ekkert sérstaklega hlýlegt þarna hjá þér.  Merkilegt hvað mannskepnan getur aðlagað sig að ótrúlegustu aðstæðum.  Gangi þér vel Gauti minn.  Kveðja frá Reyðarfirði.

Guðlaug Árnadóttir (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband